Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 80
84
drottinn hafði trúað kirkju sinni fyrir. Hann
barðist fyrir þeim óðulum, því þau voru dýru
verði keypt. Og hann áleit það eilífa smán, að
selja þau fyrir smámuni, fyrir bita brauðs eða
mannvirðingar. Það var ekki af fylgi við menn,
að hann fór út í stríð. Eða af vinfengi við nokk-
urn mann. Eða til að afla sér álits og verða
mikill maður í heiminum. Alt þetta voru einsk-
isverðir smámunir. En það var af fylgi við
drottin sinn, að hann fór út í stríðið. Ekki var
hann að hugsa um það, hvort meiri hlutinn væri
með honum, en að eins nokkrir á móti. Hann
varð ekki djarfur af þeirri hugsun, að í hópnum,
sem hann væri með, væru öll glæsimenni heims-
ins, eða að hann hefði með sér andastefnu tím-
ans með straumþunga hennar öllum, en í móti
nokkra afturkippsmenn, andlega dauðingja, sem
nentu ekki að fylgjast með. — Haldið þið, landar
mínir! að það sé vert að láta mikið yfir hugrekki
sínu, ef maður veit að á móti eru að eins slóðar,
sem komast ekki áfram fyrir leti, en að með
manni er fjöldi hersveitanna, búinn heztu vopn-
um nútímans?
Lúter trúði því, að hann væri með guði, og
um það hugsaði hann — um þann meiri hluta, þér
menn og konur! Sú hugsun gerði hann hug-
rakkan og fylti hann eldmóði, en ekki hugsun sú,
að hann hefði fólkið með sér. Að það myndi
klappa honum lof í lófa, koma og lyfta honum á
“gullstól”. Sannarlega vildi hann ekki láta
fólkið geri sig að neinum slíkum “gullkálfi”
(eða “gulltarfi”). Ekki vegna þess, að í honum
væri nokkur stórmensku-gorgeir í garð fólksins.