Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 90
94
Okkur ríSur öllum á að gá betur að okkur,
svo að við ekki hneykslum neinn af smælingjum
drottins, því það er hættan mikla í sambandi við
allar opinberar trúarbragðadeilur, ekki sízt ef
þær eru á milli bræðra.
Hættan mesta, tilheyrendur mínir! er al-
vöruleysið og léttúðin og óeinlægnin. Það, að
synd mannsins hættir að vera honum synd. Það,
að úr henni sé dregið af þeim, sem vekja eiga
samvizku mannanna og láta þá finna til syndar-
innar, halda eiga samvizkunni vakandi, svo að
hin helga ábyrgðar-vitund mannsins gagnvart
guði verði sem næmust. Hættan mesta er, þeg-
ar liún rénar og missir saltið. Og það verður,
1 egar mennirnir draga úr synd sinni — gera ein-
mitt það, sem liinum gamla manni er svo undur
ljúft. Og þá stendur á sama, livað gert er til
þess að lyfta manninum andlega. Það getur ekki
lyft honum; því það vantar kraftinn frá guði til
sáluhjálpar. Maðurinn sekkur að eins dýpra..
Og merkin koma í ljós. Augu Lúters á af-
láts-sölunni opnuðust, þegar hann fór að verða
var við álirif hennar á syndameðvitund sóknar-
barna sinna. Hann sá, að hún var einmitt að
sljóvgast og evðast með því athæfi. Það var
dæmt af lífinu sjálfu. Og áhrif hins nýja krist-
indómsboðskapar í þessa sömu átt eru að koma í
ljós, og eiga eftir að koma betur í ljós. Hann
vekur ekki þá, sem sofa nú með vondri samvizku,
heldur hjálpar hann þeim til þess að geta sofið
með betri samvizku. Og í því er fólgið það frelsi,
sem mörgum finst þeir hafi öðlast fyrir hinn nýja
boðskap.