Áramót - 01.03.1909, Side 82
86
gætu lært að þekkja hann og gætu eignast hann.
Samvizkufrelsið var honum vitanlega líka verð-
mæti lífsins. En hann barðist fyrir því, af því
það var nauðsynlegt skilyrði þess, að unt væri að
prédika fagnaðarerindið og tilbiðja guð, eins og
hann hafði opinberað sig og vildi láta tilbiðja
sig, og af því enginn maður hafði vald til þess að
ofþyngja samvizku nokkurs manns fram yfir
það, sem guð sjálfur gerði. Guð vill frjálsa til-
biðjendur, sem tilbiðja hann í anda og sann-
leika; en að slíkum tilbiðjendum gerir hann
sjálfur mennina með anda sínum fyrir fagnaðar-
erindið um Jesúm Krist. Engir aðrir verða
frjálsir tilbiðjendur, hvað mikið sem samvizku-
frelsið er; því maðurinn sjálfur gerir sig aldrei
að frjálsum tilbiðjanda. Hin vonda samvizka
mannsins, sem hann sjálfur getur aldrei í sann-
leika gert að góðri samvizku, verður ávalt því til
fyrirstöðu, að sjálfgerð guðsdýrkun mannsins sé
frjáls. Góð samvizka og frjáls guðsdýrkun án
guðlegrar náðar er sjálfsblekking tóm. Guð
hafði gefið Lúter hina góðu samvizku. Hann
eignaðist hana, þegar liann komst til trúarinnar
á Jesúm Krist, guðs lambið, sem bar syndir hans
og friðþægði fyrir þær allar, og heimsins syndir
iíke. Og þá varð samvizka hans frjáls. Og með
þá góðu og frjálsu samvizku, og fyrir hana gekk
hann út í stríðið og barðist — ekki gegn ímvnd-
uðum ofjörlum, heldur gegn sannkölluðu ofurefli,
stórveldinu mesta, sem til var í heiminum, páfa-
kirkiunni, með öllum hinum hættulegu villum
hennar.
Nú er ráðist á bókstafinn, er sagt — að eins