Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 56
6o
frásögn þeirra ógilda. En að eins með söguleg-
um rökum verður frásögn þeirra hrundið. Þeg-
ar sagt er því, frá þessu sjónarmiði að aðalgildi
biblíunnar sé í því fólgið, að bún gevmi mynd
frelsarans, liggur í því, að sú mvnd sé sögu-
lega sönn, og að frásögn biblíunnar hafi ein
úrskurðarvaldið um Krist. Enda er engin sögu-
leg lieimild til, er nokkrum skynbærum manni
myndi detta í lrag að setja samhliða biblíunni,
hvað Krist áhærir.
En þegar Kristsmynd biblíunnar er viður-
kend sögulega sönn, verður Kristur og kenning
bans mælisnúran, sem sker úr um gildi ritningar-
innar í heild sinni. Er það alt annað en að vilja
mæla sannleiksgildi sögulegra frásagna með
Kristi, eins og einhverjir nútíðarmenn álíta að
bann hefði átt að vera, eða með orðum hans eins
og þeim þóknast að skilja við þau. Yerður þá
leið ekki komist að niðurstöðu, sem er annað en
getgáta.
Skoðað frá sjónarmiði biblíunnar sjálfrar,
er það Kristur, sem tengir hana saman í eina
lieild. Gamla testamentið alt fær uppfyllingu
sína í lionum. Og nýja testamentið segir frá því,
bvernig uppfyllingin veittist. Og hann, sem
þannig tengir ritninguna saman, krefst þess, að
orð sín séu álitin algildur sannleikur. Þess
vegna er lögð áherzla á vitnisburð bans um gamla
testamentið, sem til var á lians tíð í þeirri mynd
sem vér eigum það nú.*)
*) Þessi staðhæfing kemur í bága við nýtízku-kenningar um það
hvernig helgiritasafn biblíunnarer til orðið. Til að staðfesta orð mín
vil eg leyfa mér að tilfæra orð hins fræga sagnaritara Gyðinga, Jose-