Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 55
59
nokkurn keim af trúarkenningum. Svo langt
gengur jafnvei, að sumir halda því fram, að hin
sanna Kristsmynd — The essential Christ — sé
þvínær algjörlega, ef ekki algjörlega, óháð sögu-
legum viðburðum. Hjá þeim verður Kristsmynd-
in skáldleg hugsjón, bygð að einhverju leyti á
frásögn biblíunnar, en þó svo frá lienni skilin,
að hana má nota til að leiðrétta Kristsmynd
biblíunnar, eftir því sem þykir við þurfa. Þann-
ig verður í raun og veru um tvo Krista að ræða
—Krist biblíunnar og annan Krist, sem “getinn
er af skáldskap, píndur undir heimspeki, og upp-
risinn í huga þeirra, sem vilja vera góðir.”
Er því augljóst, að ekki þarf samræmið að
vera mikið, þó menn viðurkenni, að aðalgildi biblí-
unnar sé í bví fólgið, að hún gefi oss Krists-
myndina. Alt er undir því komið, hvort átt er
við Krist biblíunnar, eða annan Krist, sem hon-
um er að meira eða minna leyti frábrugðinn, þó
nafn og hugmynd sé rakið til biblíunnar. Það
liggur því fyrst til grundvallar, að gera sér grein
fyrir, hvaða gildi Krists mynd biblíunnar hefir.
Tvær spurningar liggja beint við. Önnur:
Er Kristsmynd biblíunnar sögulega sönn? Hin:
Hefir biblían eina og æðsta úrskurðarvaldið um
hinn sögulega Krist? Það er vitanlegt að kirkja
Krists hefir gegnum aldirnar svarað báðum þess-
um spurningum játandi. Og því játar hin eldri
skoðun á biblíunni fram á þennan dag. Þetta er
heldur ekki skoðað einungis eða aðallega sem
trúaratriði. Óhlutdræg söguleg rannsókn hefir
ekki leitt í ljós neitt, er gefi tilefni til að toi-
tryggja höfunda nýja testamentisins, eða gera