Áramót - 01.03.1909, Side 67
7i
Með samskonar aðferð er auðvitað liægðar-
leikur að gera að engu vitnisburð gamla testa-
mentisins um sjálft sig. Hann er “ruled out of
court” fyrir fram. öllu gamla testamentinu er
snúið við. Spámannabækurnar eru látnar vera
elztar, svo Mósebækurnar eða lögmálið, svo liin
sögulegu rit o. s. frv. Flest, ef ekki öll, sögulegu
ritin eru svo látin vera fölsuð í ‘ ‘ guðrækilegum
tilgangi”. Með þessu móti þarf ekki að taka
minsta mark á því, þó guði sé eignað hitt og ann-
að. Það er látinn vera einhver ófyrirleitinn mað-
ur — oft prestur, sem stingur þessháttar inn í
frásögnina, annaðhvort til að gera dýrð “ Jahve”
meiri, eða til að ná betri tökum á fólkinu, með því
að segja, að guð hafi skipað þetta og hitt. Þessi
aðferð losar mann ekki að eins við öll ummæli
gamla testamentisins um sjálft sig, heldur líka
við það, að þurfa að halda uppi vörn fyrir því.
Því hver mundi fara að verja bók, sem ekkert er
að marka ? Aumingja gamla testmentið er sak-
borningur, sem álitinn er sekur, þar til hann er
sannaður sýkn.
En um leið og gamla, testamentið er gert að
slíkri ómerkilegri bók, er auðvitað grundvellin-
um kipt undan þvi nýja. Til þess eru líka merk-
in ljós. Það, sem höfundar nýja testamentisins
segja um gamla testamentið, er gert ómerkt.
Það á að eins að bera vott um vanþekkingu höf-
undanna. Eins það, sem Kristur segir. Og ef
eitthvað erfitt úrlausnar verður fyrir manni, er
ekbi annað en að lýsa það markleysu eina. Á
þann hátt hverfa allir erfiðleikar.
Ótal mótsagnir og misfellur eru tíndai; sam-