Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 26
30
hafa fengið fulinaðar-reynsiu þvi til sönnunar
að stórmiklu af tíma þeim, sem varið er af ungu
fóiki til skólanáms, sé blátt áfram eytt til ónýtis.
og jafnvel ti! enn verra en til ónýtis, einuig iiér i
álfu, þar sem þó menntamál öll, vafalaust rétti-
lega, þykja í betra horfi eða á fullkomnara stigi
en nokkursstaðar annarsstaðar í heimi. Þetta
hefði eg þó naumast árætt að segja upphátt nú,
hefði ekki mjög nýlega liinu sama verið hreyft í
einu merku menntamála-tímariti, sem út er hald-
ið hér í Vestrheimi. Eg á hér við það, sem Har-
old E. Gorst, viðrkenndr skólamaðr, liefir
fyrir skemmstu ritað í North American Review.
Það var í Marzmánuði síðastliðnum, að sú rit-
gjörð birtist þar. Því er þar af sterku sannfœr
ingarafli og með skýrum rökum haldið fram, að
undirstaða skólamenntunarinnar, sem tíðkast, sé
ramm-skökk, og að með því útlialdi, sem er í
þcirri grein, komi skólarnir ekki að háifum not
um, gjöri jafnvel, þótt djúpt sé tekið í árinni,
meira iilt en gott. Menntan er það, sem á enskri
tungu er nefnt education. Það enska orð er vit-
anlegn latneskt að uppruna, en uppruninn bendir
til þess, við l.vað er átt með crðinu. Orðið
merkir framleiðslu. Skóiarnir eiga á undan öllu
öðru að vera til þess að leiða það fram, sem upp-
haflega liggr á huldu í djúpi sálarinnar, hjá
hverjum einstaklingi fyrir sig, og hjálpa því sem
bezt til að þroskast og bera ávöxt. Þetta er mennt-
an og að þessu ciga skólarnir — hinir almennu
menntaskólar — að vinna. Það á ekki með þeim
stofnunum að mala menn eða móta menn upp,-
Það á ekki að gjöra menn að eggjum eða troð-