Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 161
W. H. Paulson lagöi til aö séra K. K. Ólafsson sé beö-
inn aö annast um skil á bókum þeim, sem enn eru geymdar
á Garöar; var þaö samþykt.
Séra K. K. Ólafsson lagöi til að séra Jón Bjarnason sé
beðinn að annast um bókasafnið, eins og að undanförnu.
Samþykt.
H. Johnson lagði fram þessa skýrslu fyrir hönd þing-
nefndarinnar í tímaritamálinu:
“Nefndin, sem skipuð var til þess að hugieiða málið um
tímarit kirkjufélagsins, leggur fram eftirfylgjandi tillögur:
1. Að Sameiningin komi út óbreytt að öllu leyti við
það, sem nú er: séra Jón Bjarnason ritstjóri, séra B. B.
Jónsson meðritstjóri og J. J. Vopni ráðsmaður.
2. Áramótum viðvíkjandi virðist oss að breyta mætti
til með útgáfu á ritinu á þann hátt, að birta alla fundar-
gjörninga kirkjufélagsins í Áramótum, en ekki fleiri rit-
gerðir en svo, að ritið mætti selja fyrir 25 cent.
3. Einnig virðist oss að heppilegast væri, að safnað
yrði á árinu áskrifendum að ritinu fyrir eftirkomandi tíma.
4. Einnig leggjum vér til, að ritstjóri og ráðsmaður
blaðsins verði endurkosnir.
Á kirkjuþingi í Winnipeg, 29. Júní 1909.
Halldór G. Johnson, Jóhann Briem.
Samþykt að taka álitið fyrir lið fyrir lið.
Samþykt að fresta málinu þar til ráðsmaður tímarit-
anna kemur á þing.
Þá lagði séra K. K. Ólafsson fram skýrslu frá heið-
ingjatrúboðsnefndinni, svo hljóðandi:
“Heiðmgjatrúboðsnefnd ikirkjufélagsins leggur eftir-
fylgjandi skýrslu og álit um málið fyrir þingið:
Eins og á liðnum árum sendi nefndin út áskorun til
allra safnaða kirkjufélagsins um það, að gefa málihu gaum
og styrkja það fjárhagslega, eftir því setn ástæður leyfðu.
Hefir það haft þann árangur, að 21 af söfnuðum kirkjufé-
lagsins hafa lagt til málsins einhvern skerf á árinu. Hefir
sjóðurinn vaxið á árinu að meðtöldum vöxtum um $366.31,