Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 62
66
er þeir voru dregnir fyrir dóm, hafi verið fylli-
lega innblásnar.
Frelsarinn sagði lærisveinum sínum, að hann
hefði enn margt að segja þeim, en að þeir gætu
ekki borið það að sinni. Hann var sjálfur að
fara frá þeim. Hvernig ætlaði hann sér þá að
láta þeim það í té? Hann segir: “Huggarinn,
andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu
nafni, hann mun kenna yður um alt og minna
yður á alt, sem eg hefi sagt yður.” (Jóh. 14, 26).
“Mun hann leiða yður inn í allan sannleikann. .
........og það, sem koma á, mun hann kunn-
gjöra yður.” (Jóli. 16, 13).
Með þessi fyrirheit í huga vonast maður eft-
ir uppfyllingu þeirra, og ef maður leitar vitnis-
burðar postulanna, þá hljóta orð þeirra að
styrkja mann í þeirri skoðun, að sú uppfylling
hafi veizt. Páll ítrekar það aftur og aftur, að
sá boðskapur, er hann flytji, sé ekki af mönnum,
lieldur frá guði. Eitt dæmi verður að nægja:
“En vér höfum ekki meðtekið anda heimsins,
heldur andann, sem er frá guði, til þess að vér
sku'um vita, hvað oss er af guði gefið; og það
tölum vér líka, ekki með orðum, sem mannlegur
vísdómur kennir, heldur sem andinn kennir, er
vér útlistum andleg efni fyrir andlegum mönn-
um.“ (I. Kor. 2, 12—13). Pétr telur Páls
bréf með “ritningunum”,*) (II. Pét. 3, 16)., þ.
e. gamla testamentinu, og hvaða skoðun postul-
arnir höfðu á því, hefir þegar verið tilgreint. I
sama kapítula telur einnig postulinn sig og hina
aðra postula í flokki með hinum helgu spámönn-
*) Útþýtt ,,ritum“ í nýju þýðingunni, en það er villandi.