Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 51
55
er hótað öllu illu og á það sigað Cerberus sjálf
um og öllum sporhundum myrkraríkisins.
Fyrir ofan bœinn að Þingmúla, þar sem eg
átti heima níu árin næstu áðr en eg fór í skóla*
er einkennilegt fjall og all-hátt, sem bœrinn er
kenndr við. Fjalli því að framanverðu, þeim
megin er út í dalinn veit, má vel líkja við líkneski
það hið risavaxna frá fjarlægri fornöld, sem rís
upp á sandsléttu í Egj^ptalandi norðanverðu og
nefnist Sfinx. 1 líkneski því birtist ógurlega
stórt höfuð af ljóni, sem liggr fram á hramminn;
en það dýrshöfuð minnir einnig á ferlegt manns-
andlit. Svona er sú standmynd af Sfinx, sem
forn-egypzku konungárnir létu lúaða upp í nánd
við Níl sér til ævarandi frægðar. Og eins, eða
nauða-líkr því forn-egypzka líkneski, er Þing-
múlinn að framan — í mínum augum að minnsta
kosti bæði fyrr og síðar. Að eins einu sinni var
eg sá maðr meðan eg var unglingr að komast
upp á Múlann, og mundi eg ávallt síðan eftir út
sýni því hinu mikla og fagra., sem eg hafði þaðan
yfir mestallt Fljótdsdalshérað og allt út á Hér-
aðsflóa. Seinast er eg fyrir tíu árum heimsókti
ísland og ferðaðist um Skriðdal, tók eg mig til
ásamt Friðrik fóstrsyni mínum og klifraði upp
á Múlann, en konan mín beið á meðan með hin-
um, sem í föruneyti okkar voru, í túninu hjá bœn-
um hið neðra. Lítt var eg þá frár á fœti í sam-
anburði við hinn unga mann, er með mér var á
1 e^-arri uppstigning. Næsta mjög mœddist eg
þegar undir eins, meðan stóð á göngunni upp
eftir hinum bratta melhrygg, sem myndar nefið