Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 79
»3
meS því að taka skarið af Ijósinu hennar, svo
aumingja manneskjurnar kafni ekki í ljós-reyk.
Fyrri má nú vera blindni! Að vilja heldur ljós-
reyk en ljós!”
Tilheyrendur mínir! Mér virðist það ekki
vera af einlægni sagt, að um smámuni eina sé að
ræða. Ef svo væri, því þá öll þau ærsl, sem gerð
liafa verið út af smámununum? Hví að fórna
friði og samvinnu og bróðerni? Er ekki að selja
of litlu verði þessi miklu verðmæti lífsins, að
selja þau fyrir smámuni? Hefir það ekki ávalt
verið talið Esaú til ódauðlegrar minkunar, að
hann seldi frumburðarrétt sinn fyrir stundar-
saðning? Og er það ekki hrópleg skömm hverj-
um fullorðnum manni, að varpa á glæ arfi, sem
foreldrar hans með súrum sveita hafa aflað og
látið honum eftir? En er það þá minni minkun
fyrir fullorðið fólk, sem telur sig kristið, að
kunna ekki að meta andleg óðul sín betur en svo,
að það varpar þeim frá sér eins og hismi út í
veÖur og vind með ærslum út af smámunum? Er
ekki það einsdæmi í sögunni, að léttúðin hafi
riðið svo við einteyming og angurgapalega, að
heiil flokkur manna hafi fyrir smámuni eina
steypt sér út í eld?
Var það, tilh. mínir! út af smámunum, að Lúter
hóf stríðið móti páfakirkjunni? Var það út af
smámunum, að hann barðist fram í dauðann? ó,
nei, hann var ekki smámunasjúk sál. Hann var
of mikill maður til þess. Og það var ekki smá-
muna-andinn, sem stjórnaði honum. Enda kunni
hann að gera greinarmun á sannarlegum smá-
munum, og því, sem voru andleg og eilíf óðul, er