Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 146
Cecil Rhodes-sjóðsins viS háskólann í Oxford um þriggja
ára skeið. Auk þess öðlaðist hann $125 verðlaun fyrir á-
gætt próf í forntungunum í sínum bekk. Á þjóðflokkur vor
þar eflaust e'tt hið bezta mannsefni í vændum og hefir
frammistaða hans aftur vakið almenna eftirtekt á hæfi-
leikum íslenzkra námsmanna.
Alls hafa á skólanum verið 44 ísl. nemendur innritaðir.
Af þeim hafa 24 stundað nám í íslenzku, en 6 voru í tveim
efstu bekkjum þar sem íslenzka er ekki kend. Kenslu-
stundir hafa í öllum bekkium verið jafn-margar og áður.
Heilbrigði hefir mátt heita góð.
Virðingarfylst. F. J. Bergmann.
Skýrslunum var veitt viðtaka.
Reikningunum var vísað til yfirskoðunarmannanna.
Séra Jóhann Bjarnason og Jónas Samson gerðu þá til-
lögu að vísa skólamálinu til fimm manna þingnefndar.
Samþykt. í nefndina voru tilnefndir: séra H. B. Thor-
grímsen, B. Jones, J. J. Vopni, Geo. Peterson, og Gísli
Egilsson.
Geo. Peterson lagði fram álit nefndarinnar í löggild-
ingarmálinu, svo hljóðandi:
“Ver, sem kjörnir vorum í löggildingarnefnd kirkjufé-
lagsins á seinasta kirkjuþingi, leggjum fram svo hljóðandi
álit.
Það er álit vort, að löggilding kirkjufélagsins sé að engu
leyti nauðsynleg sem stendur, meðan kirkjufélagið á ekki
meiri eignir en það nú hefir til umráða.
En þó það virðist, ef til vill, fyrir utan verkahring
nefndarinnar, leyfum vér oss að benda á, að hyggilegra
væri að löggilda skólastofnun kirkjufélagsins, og það ráð-
leggjum vér að verði gert samkvæmt lögum Manitoba-
fylkis. Winnipeg. 26. Júní 1909.
T. H. Johnson, Geo. Peterson, L. Jörundsson.
Samþykt að vísa því áliti til þingnefndarinnar í skóla-
málinu.