Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 5
9
á liæðunum er hið hreina og frjálsa loft. Mann-
legt líf vort er sjúkt og spilt; syndin liggur á oss
sem martröð. En á trúarliæðinni lijá frelsaran-
um er frelsið. Á þeirri hæð ummyndast maður
í verulegum skilningi. Þar afklæðist maður
syndahjúpi sínum, en íklæðist Kristi. Þá er
fengið frelsi, þegar maður er laus við syndina.
Og fyrir trúna á Krist veitist manni sú sæla að
verða þess meðvitandi, að syndin sé tekin burt,
finna þá óumræðilegu gleði, að syndin hafi yfir-
gefið mann, eins og líkþráu mennirnir fundu hold
sitt læknað, þegar Jesús sagði: “Yertu hreinn.”
Maður finnur fjötrana lirökkva af sér, en við sér
bla.sa ómælanda geim fegurðar og lífs, og veit
sér gefna vængi til að fljúga um geiminn og njóta
fegurðarinnar og lífsins. Það er frelsið, frelsi
endurleysts mannsandans.
Eitt er aðal-einkenni þeirra allra, sem í and-
a.nnm búa upp á Nebó-fjalli, þeirra, sem í trúnni
hafa ummyndast til Jesú-lífsins. Þeir elska.
Þeir elska lífið. Þeir elska höfund lífsins og alt
það, sem hann liefir líf gefið. I sólskininu á
fjallinu er ekki unt að hata. Þeir, sem björtu
klæðin bera á hæðum heilagrar trúar, líkjast
Kristi sjálfum í kærleika. Þeir eru guði svo
þakklátir fyrir sæluna, sem hann hefir veitt
þeim, að öllum mótgerðum mannanna gleyma
þeir, en þrá það eitt, að fá að gera aðra menn
líka sæla. Og hvergi hefir mannlegur kærleikur
fengið annað eins víðsýni eins og á trúarhæðinni
hjá guði. Þaðan horfir kærleikurinn út í heim-
inn frá sjónarmiði guðs. En kunnugt er það oss.
hverju augnaráði guð lítur af hinni háu hæð