Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 76
8o
Það þarf enga lietju til þess að vera hug-
rakkur, þegar engin hætta er sýnileg. En það
þarf meiri mann til þess að ganga beint gegn
hættunni, þegar liann sér hana og veit að það er
hætta.
I áhlaupi einu í Búastríðinu, af liálfu liðs
Breta, sókti brezka liðið upp brekku að Búum
beint gegn skothríðinni. Tveir af hermönnunum
hlupu samliliða. Annar þeirra leit þá framan í
hinn og sagði: “Hvaða ósköp ertu fölur, mað-
ur! Ertu svona liræddur?” Hinn svaraði: “Ef
þú fyndir til hættunnar að hálfu leyti á við mig,
þá værirðu þegar kominn á flótta.”
Ekkert vafamál er það, hvor þessara tveggja
hafi verið hugdjarfari: því það sýnir hugrekki
að sjá hættuna og finna til hennar, en flýja þó
ekki. En ekki þarf mikinn kappa til þess að
ganga í gegn hættu, þegar ekki er fundið til henn-
ar og þegar hún að því leyti er eins og hulin.
Nú eru andlegar leysingar. Alt virðist eins
og eiga að vera á floti. Enginn á að ná niðri
fótum. Allir eiga að fljóta með straumnum. Ef
einhver stendur kyrr, án þess að fljóta með, er
hann sjálfsagður steingervingur. Svo verður
hann að skeri, siglingum til tálmunar. En ekki
má teppast. Áfram þarf að komast — og áfram
með straumnum. Lífið liggur við. Guð er í
straumnum. Og þeir, sem fara með straumnum,
eru með guði. Og því hraðar sem þeir fljóta
með, því betur láta þeir berast af anda drottins.
Hinir, sem standa í straumnum og setja brjóst
við, eru fáráðlingar, sem vita ekki, hvað til síns