Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 68
72
an til að réttlæta þessa meðferð á biblíunni. Að
elta það alt uppi, kemur mér ekki til liugar.
Enda hefir mörgu af því verið svarað áður.
Einkum vil eg í því sambandi benda á erindi um
cildi gamla testamentisin,s sem flutt var á kirkju-
þingi 1893. Er það erindi engu síður tímabært
nú, en það var þá. Það er eins satt nú og það
var þá, að það er ‘ ‘ hægðarleikur að svívirða
sannleikann í einni setningu, þótt ef til vill verði
að verja mörgum setningum til að sannfæra
menn um að slíkt sé óhæfa.” Að því leyti til
standa þeir enn vel að vígi, sem rýra vilja gildi
ritningarinnar.
Því neita eg ekki, að mörg vandasöm úr-
lausnarefni er að finna í biblíunni. Er það al-
gjörlega eðlilegt um bókmentir svo löngu liðins
tima. Og ekki fæst úrlausn á þeim, ef gengið er
út frá því fyrirfram, að þau sé óleysanleg. Vil
eg fara nokkrum orðum um tvær hneykslunar-
hellur, sem bent hefir verið á fyrir skömmu, og
mikið gert úr.
Önnur er þrælahaldið í gamla testamentinu.
Ef dæma ætti eftir því, sem um það er sagt,
skyldi maður ætla, að með Móselögmáli hefði
þrælahald verið innleitt. Vitanlega var þó þræla-
hald til á undan lögmálinu. Spursmálið verður
því að eins, hvers vegna drottinn hafi ekki undir
eins afnumið það með öllu. En í raun réttri er
það sama og spyrja, hví drottinn líði nokkurn
tíma það illa í heiminum. í þessu tilfelli gaf
hann löggjöf, sem ekki afnam þrælahald, heldur
leitast við að draga úr því illa, er því er samfara.
Auðvitað gerði drottinn þetta vegna “harðúðar