Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 21
25
öðru vísi verið, þar sem leiðtogar hinna ungu
manna í menntunar-áttina, kennararnir, þekktu
augsýnilega svo lítið til lifanda kristindóms, og
sumir vitanlega með öllu trúlausir? Eini kenn-
arinn í skólanum, meðan eg dvaldi þar, sem
nokkur áhrif hafði á lærisveina í trúarefnum. eða
að minnsta kosti á mig, var Jens Sigurðsson, er
og seinna um hríð veitti skólanum forstöðu, enda
hafði hann þar um langa tíð á hendi aðal-kennsl-
una í kristnum frœðum. En slík áhrif komu
miklu fremr frá hinni alvörugefnu og virðulegu
persónu þess manns en af guðfrœða-lexíum þeim,
er hann var að kenna. Þótt svo héti, að eg hefði
góðan framgang eða jafnvel ágætan í skólanum,
varð þó lítið um það, að eg bæri hlvjan hug til
menntastofnunar þeirrar. Andinn þar var svo
ömurlega kaldr, og um það fékk eg snemma hug-
boð, að eitthvað væri að öðru leyti öfugt við
menntastefnuna alla, er þar réð. Og fannst mér
eg vera einmana eða nokkurskonar utanveltu-
maðr.
Jafnaðarlega dvaldi eg á heimili föður míns
á Austrlandi í sumarleyfinu á þessum skólaárum
og starfaði að líkamlegri vinnu; ferðaðist eg
landveg til og frá vor og haust, oft aleinn. Það
er — frá íslenzku sjónarmiði — löng leið. Þau
ferðalög voru að verulegu levti ímyndir þess,
hvernig líf mitt var yfir höfuð á því skeiði og
hvernig það átti fyrir sér að verða síðar meir.
Man eg eftir því eitt sinn á haustför minni einni
úr hinum íslenzka austrvegi, allra syðst eða vest-
ast í Skaftafellsþingi (fyrir vestan Steigarháls í
Mýrdal), að eg í þungu skapi nam staðar, sté af