Áramót - 01.03.1909, Side 42
46
valdstjórn liafa á árunum, sem síðan eru liðin,
verið í liugum heimafólksins þar, og stöku klerk-
ar í fremstu röð hafa við og við látið það til sín
heyra opinberlega, að þeir væri hrevfing þeirri
hlynntir; en þetta hefir jafnóðum hjaðnað niðr
eins og sápubóla; því sami máttlausi og merg-
svikni kristindómsboðskaprinn sem áðr hefir þar
haldið áfram af hálfu þeirra, sem þó í orði
kveðnu eru með því að vilja prédika guðs orð
ómengað að eini til.
Að áliðnu sumri 1884 komum við konan mín
að nýju hingað vestr alfarin frá Islandi. 1 haust
komanda eru rétt tuttugu og fimm ár liðin frá
þeim vistaskiftum. Síðan hefi eg verið hér í
Winnipeg og haft kennimannlegt starf á hendi
hjá Fyrsta lúterskn söfnuði. Og þó að hvergi
hafi eg eins lengi á æfinni og hér hafzt við á
sama stað, og hér hafi verið lang-helzta starf
svæði mitt, þá get eg þó nú farið fljótt yfir sögu,
því það, sem hér hefir gjörzt og eg hefi helzt verið
við riðinn, er almenningi þjóðar minnar, hér
vestra að minnsta kosti, nokkurn veginn vel
kunnugt, tiltölulega að minnsta kosti í saman-
burði við hitt allt, sem áðr gjörðist og lengra
liggr burt.
Kirkjufélag vort hið íslenzka og lúterska hóf
tilveru sína mjög skömmu eftir síðustu vista-
skifti mín — árið 1885. Hins almenna prests-
dœmis kristninnar gætti, sem einu gilti, mjög
sterklega hjá oss við myndan þess félagskapar.
Við séra Hans B. Thorgrímsen vorum einu prest
vígðu íslendinaarnir hér vestra þá. Séra Páll Þor-
láksson andaðist meðan eg var á Islandi, og hafði
séra Hans tekið við prestsembætti í hans stað