Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 116
120
báðar fengið viðurkenningu undir grundvallar-
lögum kirkjufélagsins?
2. Hvernig verður það samrímt livað við
annað, að kirkjufélagið gefi út blað með ákveð-
inni stefnu, en prestar þess blað með gagnstæðri
stefnu!
3. Ef stefnurnar báðar á að viðurkenna,
hvernig á þá að búa svo um, að þær ekki veki
sundurlvndi og ófrið innan kirkjufélagsins!
Lífsnauðsynlegt finst mér það vera, að
kirkjuþingið komist að niðurstöðu í þessu máli,
svo það ekki verði lengur til vandræða. Ágrein-
ingur þessi setur stól í dyr fyrir allar framfarir
kirkjufélagsins. Og vér verðum allir, góðir
bræður, í guðs nafni að leggjast á eitt með að
lagfæra það, er afvega hefir farið lijá oss.
Og svo vil eg leyfa mér að leggja þá tillögu
fyrir þingið, að þegar í þingbyrjun, eða áður en
mál eru tekin fyrir, sé sett fimm manna nefnd til
að íliuga deilumálið, og sé henni falið að kalla
fyrir sig til viðtals liverja þá menn, er helzt eru
við deiluna riðnir eða líklegastir eru til að geta
greitt úr málinu. Nefndin skal hafa það ætlun-
arverk að komast að einliverri þeirri niðurstöðu,
sem báðir flokkar geti gengið að, og skal hún
skýra þinginu frá árangri starfs síns, svo fljótt,
sem lienni er unt. — Þetta ráð gef eg hinu heiðr-
aða þingi eftir mikla umliugsun og í þeim til
gangi einum, að greiða fyrir málinu.
Til hægðarauka fyrir þingið, eða þá menn.
sem dagskrá þingsins semja, skulu hér talin mál
þau, er óvítkljáð liggja fvrir frá fyrri þingum.