Aldamót - 01.01.1898, Page 2
o
það búandi skyldi’ í bænum.
Já, J>að þarf vel að vanda,
sem vel og lengi’ á að standa.
Og verkafólk kom úr allri átt,
sem allra bezt var að finna.
Og veggirnir risu breiðir brátt
og bráðlega komst á þakið hátt,
því ljómandi vel gekk vinna.
Já, það þarf vel að vanda,
sem vel og lengi’ á að standa.
Hið innra var fágað alt sem varð,
það ásjálegt vera skyldi;
þar sjá skyldi fagran sveitagarð,
þótt sæi’ ég ei af því beinan arð,
ég alt saman vanda vildi.
Já, það þarf vel að vanda,
sem vel og lengi’ á að standa.
Ef einhverstaðar sá einhvern blett,
þá óðara’ að því var fundið;
ef alstaðar var ei alveg rétt,
þá út á það var sem fljótast sett,
og brátt var að bótum undið.
Já, það þarf vel að vanda,
sem vel og lengi’ á að standa.
Og bærinn stóð þar und brekku hýr
og brosti gegn vegfaranda.
Að utan var hann og innan nýr,
hann orðinn reyndar var nokkuð dýr;
•J V ’