Aldamót - 01.01.1898, Page 9
,, Hollur sá, sem hlíiir, er, ‘ ‘
hér þaö reyndist enn.
IV.
.Alt fjallið skalf mjög.“ 2. Mós. 19, 18.
, Jörðin skaif og bifaðist og fjallanna grundvöllur nötraði
og hrærðist, því hann reiddist." Sálm. 18, 7(2. Sam.22,8).
,Jörðin skalf og björgin klofnuðu.“ Matt. 27, 51.
Heyröust brestir og brak,
heyröist buldrandi gnýr
eins og brimhljóö við klettótta strönd
eða fallandi foss
eða feiknarlegt rok
eða fellibyls æði’ yfir lönd.
Skalf þ>á storðin sem strá,
brustu stóreflis-björg
og sér steyptu’ yfir sléttlendin bleik.
Féllu húsin í hrönn
sem í hvassviðri lauf,
og þau hrundu sem spilaborg veik.
það var niðmyrkt af nótt,
svo að nokkur ei sá,
hvernig nötraði’ og titraði fold.
Nóttin byrgði þau býsn
sem hún blygðaðist sín,
og hún blæju dró svarta' yflr mold.
þá skein glampandi glóð
eins og glæringar elds;
það var gneistaflug björgunum úr;
og það hrundi svo hratt
eins og haglélja-rót
eða hvolfdist úr loftinu skúr.