Aldamót - 01.01.1898, Page 10
io
Allir vöknuöu viö,
er sá voöi skall á,
er sér værö höfðu tekið og ró.
Flýttu allir sér út, —
út í aldimma nótt,
hvergi óhulta vissu sig þó.
Hvaða ógn gengur á?
vissi enginn ]?aö fyrst,
sig menn áttuöu’ ei þegar í stað.
,, Er það dagurinn dóms,
sem nú dottinn er á?
Reiður drottinn er nú, eða hvað?“
Kveða klukkurnar við
sem þær kalli til dóms.
Er hann kominn þá, dagurinn sá? —
Nei, það hægist um hark,
nú það hljóðnar um stund.
Ætli hræringin liðin sé frá?
Nei, það ókyrð er enn;—
er það ókyrð í jörð?
eða er það í hjartanu’ á mér?
Titrar hauður og hold
sérhvert hjartaslag við,
því j>að hvorttveggja samskonar er.
Er þá reiði guðs rétt
eigi rokin af enn?
eða ræð ég ei gátuna þá?
Nei, ég ræð ei þá rún,
sem oss rist er um það,
er hinn réttvísi leggur oss á?
Hristist feiknar-stórt fjall
meður ferlegum gný,