Aldamót - 01.01.1898, Page 14
u
sumarlangan daginn.
Tindarnir hoppa, á hlaupum eru fjöll.
Dansa fyrir drotni hin tígulegu tröll.
Fer aö grána gamanið,
glettur veröa ramar.
Hrikaleikinn hættiö við,
hann ei leikið framar.
Tindarnir hoppa, á hlaupum eru fjöll.
Dansa fyrir drotni hin tígulegu tröll.
Bezt er að hætta hverjum leik
hæst á meðan gengur.
Garnla móðir verður veik,
vari jretta lengur.
Hægið á dansinum, harnrar, björg ogfjöll.
Flýið fyrir drotni, þér, forneskjuleg tröll.
VII.
,,Lítið til fuglanna í loftinu.— —Skoðið akursins lilju-
grös.“ Matt. 6, 26. 28.
Sjá, litli fuglinn lyftir sér
í loftið fagurblátt.
Hann syngur ljúft með ljóssins her
og lofar guð sinn dátt.
Hin frjálsa, glaða fugla-hjörð
nú llögrar vítt um geim.
Vér, fjötraðir svo fast við jörð,
ei fylgja megum ]>eim.
Hinn léttfiðraði loftsins her
sér leikur til og frá.
En skelkaðir ei vitum vér,
hvert voðann flýja má.