Aldamót - 01.01.1898, Page 20
20
Alt af heyrist undir dynja,
ööruhverju björgin hrynja.
þessar miklu þungu dunur
þykja mér sem jaröar stunur
hjartarótum hennar frá.
Alt af heyrist fleira’ og fleira,
fýsir mig ei heyra meira.
Hvar mun þetta loksins lenda?
Lát þaS, drottinn, bráSum enda.
Kom þú aftur nú meS náö.
Reiöur, drottinn, enn þá ertu,
eigi lengur reiöur vertu.
þessum hryöjum láttu linna,
lít í náS til barna þinna.
Gef oss aftur frelsi’ og friö.
LandiS hristist, grundir gnötra,
gnúpar skjálfa, klettar nötra.
Hjartaö berst og taugar titra,
tár í mörgum augum glitra.
Hrærist þá ei hjarta þitt?
HrærSi jörö þinn kynja-kraftur,
kyrri hana náö þín aftur.
þú, sem stöövar straum og vinda,
still þú einnig fjallatinda.
FriSa þú og frelsa land.
Hjör þinn var svo heljar-þungur,
hjóst þú margar djúpar sprungur.
GræS þú sárin grænna hlíöa,
græö þú sár, er hjörtum svíöa,
góSi meina græöarinn.