Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 27
27
í hásumar-blænum þau brosa viö sól
und brekkunum grænum, þar friösælt er skjól.
Nú létt er af hryöjum og hagléljaskúr,
og harðsnúnum viöjum er fólkiö leyst úr.
Burt hræöslan er flúin og farin á braut,
í fögnuö nú snúin er hörmung og þraut.
Nú grædd eru sárin, þótt enn séu ör,
og afþerruö tárin og viö lifnaö fjör.
j)að greiðst hefur hagur og glæöst hefur trú,
því gleöinnar dagur hjá mörgum er nú.
Og til er nú friður þars fyrrum var stríö,
það fljótt lagðist niður á inæðunnar tíð.
Sem vinir þeir finnast, sem vildu’ ekki sjást,
og varla þess minnast þeir nú fyrir ást.
þ»að margt er aö vísu, sem amar aö enn,
ei alsæla prísa má dauðlega menn;
en léttara finst það hjá fólkinu nú
og fljótara vinst það með þolgæði’ og trú.
Ef lýsingin fegri en ástandið er
og ununarlegri ég söguna ber,
þá er það af gleði’ yfir unninni þraut,
því óttýnn úr geði nú horfinn er braut. —
Vér göfgum þig, faðir, sem leystir þinn lýð,
og lofum þig glaðir á fagnaðartíð.
])ú jörðina kyrðir, sem titraði títt,
vor trúfasti hirðir, þitt auglit var blítt.
Ef auglit þitt felur þú, hræðist alt hold,
og hvað, sem ei elur þú, verður að mold.