Aldamót - 01.01.1898, Page 29
Q U O V A D I S ?
FYRIRLESTUR
EFTIR
FRIÐRIK J. BERGMANN.
I.
Gömul munnmælasaga úr fyrndinni segir, aS post-
ulinn Pétur hafi, skömmu áður en hann gjörði nafn drott-
ins dýrðlegt með kvalafullum píslarvættisdauða í Róma-
borg, þegar hann eitt sinn var á gangi fyrir utan borg-
ina, séð svip nokkurn koma til móts við sig, sem hann í
fyrstu ómögulega fékk skilið, hvað vera mundi. Svip-
urinn nálgast hann æ meir og meir, þangað til hann
gengur úr skugga um, að þetta muni enginn annar vera
en frelsarinn sjálfur, sem komi þarna til móts við hann.
Hann á þá von á því, að frelsarinn mUni ávarpa hann,
en verður þess brátt var, að hann ætlar að ganga fram
hjá honum, án þess að mæla nokkurt orð af munni.
Hann kallar þá til hans og spyr: Quo vadis, domine ?
Hvert fer þú, herra ? En þegar Pétur hefur ávarpað
hanti þannig, hverfur hann honum sýnum.
Ekki alls fyrir löngu kom út skáldsaga ein eftir
pólskan höfund, Iienryk Sienkieivics, sem hann kallar
Quo vculis? Bókin er stórmerkileg og talin af bókvitr-
um mönnum sannur gimsteinn í bókmentalegu tilliti,
enda er höfundur hennar nú urðinn heimsfrægur maður