Aldamót - 01.01.1898, Page 31
31
nokkurntíma væntanlegur. Og ég man ekki til, aS ég
hafi nokkurntíma orðiS eins hræddur við svipina,
sem ferðast fvam og aftur í þessu náttmyrkri, —
mennirnir hafa aldrei orðið að öðrum eins öfreskjum í
augum mínum, ég hef aldrei verið eins nærri því að
trúa, að þeir geti orðið að reglulegum djötium. Bókin
getur gjört þann myrkfælinn, sem annars er það ekki,—
myrkfælinn við hin djöfullegu öti, sem til eru í manu-
eðlinu, og gagntekinn af skelfingu út af þeim bölþrungnu
örlögum, sem legið geta fyrir mönnunum, hve nær sem
hið illa verður algjörlega ofaná.
En til allrar hamingju lýsir bókin ekki einungis
þessu. Engin nótt er svo myrk, að ekki sjáist einhver
stjarna. Og stjarnan bendir á ljósheim hinum megin,
sem að lokum muni vinna sigur. Höfundurinn bendir
þá líka á þá stjörnu, setn blikaði á þessum svartnættis-
himni. Og af því honum hefur tekist að láta myrkrið
verða svo óumræðilega svart, tekst honum þeim mun
betur að láta dýrð þessarar einstöku stjörnu í þessum ó-
mælanlega og endalausa myrkurgeimi verða þeim mun
guðdómlegri.
þessi stjarna er trúin á freísara heimsins og ljósið
hennar iífsafl kristindómsins, sem samkvæmt guðlegri
kærleiksráðstöfun birtist á andaus himni, þegar nætur-
myrkrið var sem allra svartast.
Auðvirðilegasti þrællinn í húsum aðalsmannanna og
auðkýfinganna, sem sofa á daginn, en velta sér í ofnautn
á nóttunni, heyrir einhvern sér jafnauman nefna nafn
rnannkynsfrelsarans í einhverri hálfdimmri strætissmugu
og segja frá því, hvernig hann lét líf sitt aumingjunum
til hjálpræðis. Hann fer heim til sín með Ijós svo bjart
í hjarta sínu, að hann upp frá þeirri stund er langsæl-
astur allra þeirra, sem 4 lieimilinu cru. Samþjónarnir