Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 32
sjá það. Húsbændurnir veita því eftirtekt. Hér er
kominn nýr maður, sem ekki fer með svik, segir ekki ó-
satt, hefur ekki ljótan munnsöfnuð. það er gengið á
hann, stundum með góðu, stundum með hörðu, að hann
segi frá leyndarmáli sínu. En hann bíður hentugs tíma.
þá trúir hann einhverjum öðruin fytir leyndarmáli
bjarta síns. Svo berst það eins og birta Ijóssins berst,
úr sálum aumingja þrælanna, sem nú eru ekki þrælar
lengur, til barnanna, til móðurinnar, ef til vill til lífs-
þreytta aðalsmannsins sjálfs, sem hatar lífið og er sann-
færður um, að tilveran sé ill, — og það beygir hjarta
hans og sveigir huga hans inn á betri leiðir.
Jafnvel innanum spillinguna og skelfingarnar í
keisarahöllinni sjálfri, þar sem enginn var óhræddur um
eigið líf sitt, átti frelsarinn fleiri játendur en nokkur
rendi grun í. þegar Páll postuli ritar söfnuðinum í
Filippí úr fangelsinu í Rómaborg, segir hann eins og
kunnugt er: „Yður heilsa allir heilagir, en einkum
ksisarans heimilismenn.11 Munu þá ekki Filippíborgar-
menn hafa spurt sjálfa sig líkt og Pétur spurði, þegar
hann sá frelsarann ganga inn í hina spiltu keisaraborg :
„Quo vadis, domine? Hvert leggur drottinn leiðir
sínar ? “
Fjöldi af bókum hefur ritaður verið nú um margar
aldir um sama efni. En að líkindum hefur aldrei nein-
um höfundi tekist eins vel og þeim, sem hér er um að
ræða, að leiða öllum almenningi manna fyrir sjónir þetta
mikilfenglega tímabil mannkynssögunnar og gjöra það
ljóst og skiljanlegt. það var eitt hið þarfasta verk, sem
unt var af hendi að inna. það er þá eigi unt að færa
efunargjörnum og vantrúuðum nútiðarmönnum heiin
sanninn um hið ómótstæðilega afi kristindómsins, ef
ekki með því að koma þeim í skilning um það, sem þá