Aldamót - 01.01.1898, Síða 34
Aldrei hefur verið meiri ástæSa til að ætla, að hið illa
væri gjörsamlega húið að fá yfirhöud en þá.
En einmitt þá, á þessari skelfingaröld, er afi hins
góða að læsa sig úr einni mannssál og í aðra. það hefur
ekki hátt um sig, lætur eiginlega ekkert til sín heyra ;
aldarinnar spekingar vita ekkert um það ; það auglýsir
ekkert, livert ferðum þess sé heitið, gengur þegjandi leið
sína. öll sterkustu öfiin,sem vér þekkjum, eru þögul og
hulin öfl. þyngdarlögmálið hefur ekki hátt um sig. það
gjörir ekki mikinn skarkala í heiminum. þó heldur það
himintunglunum í jafnvægi og spennir hinum sterku
greipum sínum utanura rlla hinalíkamlegu tilveru. Eins
rafurmagnið. það gjörir ekki næsta mikið vart við sig.
þó gjörir það kraftaverk og á eftir að gjöra enn fleiri.
Á engu afli ber í rauninni jafnlítið og kristindóm-
inum. Sannur kristindómur er aldrei hávær, og þó er
hann stöðugt á ferðinni, sífelt starfandi, heldur aldrei
kyrru fyrir. Ait lífið er á stöðugri rás. Og að því leyti
fylgir hann hinu almenna lögmáli lífsins. Hann nemur
aldrei staðar á miðri leið, sest aldrei í helgan stein; það
kostar hann lífið. Hann gengur þegjandi inn til borg-
arinnar, og áður en nokkurn varir er hún á hans valdi.
þegar hann er á framrás í lífi þjóðanna, — ekkert
fagnaðarefni er annaðeins til og að fylgja honum á þeirri
þögulu sígurför. Hann gengur mann frá manni með
boðskap sinn, skiiur eftir nýjar hugsanirhjá honutn eins
og auðugur maður skilur eftir einn gullpeninginn á
fætur öðrum, þar sem hann ferðast. Og þessar nýju
hugsanir, sem hann skilur eftir, brjótast um í sálu
mannsins og bylta öllu til, svo alt verður nýtt og hanri
þekkir naumast sjálfan sig. Alt hið göfugasta hjá hon-
um rís upp og gengur í þjónustu þessara nýju hugsana.
það, sem heillaði huga hans mest áður, verður nú ljótt