Aldamót - 01.01.1898, Page 35
85
og þýðingarlaust. ])að, sem heillar huga lians nú, erhiS
góða sjálft, lávarður sannleikans sjálfur, hann, sem gekk
í kring og gjörði gott. Hann er nú að kalla á þennan
einstakling eins og hann kallaði á þá Pétur og Jóhannes
forðum. Svona gekk það til, þegar kristindómurinn
ruddi sér til rúms í rómverska ríkinu. Svona hefur það
gengið hvervetna, þar sem ’nann hefur komist til valda í
lífi einhverrar þjóðar.
þá er ];að ekki síður fagnaðarefni að veita því eftir-
tekt, hverjir það eru meðal þjóðanna, sem trúin á frels-
ara heimsins festir beztar rætur hjá. það eru starfs-
mennirnir, þeir sem mest hafa að gjöra og mest verða á
sig að leggja, þeir sem ákafastir og áhugamestir eru um
að koma einhverju til leiðar í lífinu, menn, sem hafa
fastar, ákveðnar stöður, vinna baki brotnu til að standa
vel í þeim, og finna mest til ábyrgðarinnar, sem á þeim
hvílir. það eru þeir menn nokkurnveginn undantekn-
ingarlaust, sem kristindómurinn hefur fest beztar rætur
hjá. það eru með öðrum orðum nýtustu mennirnir, þeir,
sem bera framfaralíf þjóðar sinnar á herðum sér, þeir,
•sem finna, hvílík ábyrgð á þeim hvílir þar sem um heill
og velferð er að ræða, og ekki láta líf sitt lenda í ’nálf-
sjúku, aðgjörðalausu grufli. Aftur er hinum gjarnt til
að láta hugann hneigjast frá kristindóntinum, sem lítið
hafa fyrir stafni, en horfa gruflandi út í hláinn, enga á-
kveðna stöðu hafa og lítið finna til þeirrar ábyrgðar, sem
lífinu er samfara. það er eins og þeim glepjist sjón og
tilgangur lifsins og þýðing verði þíim óskiljanleg
ráðgáta.
Og enn er það stórt og mikið fagnaðarefni að veita
því eftirtekt, hvílíkt starfsfjör og hvílíkan mátt til öfl-
ugra framkvæmda kristindómurinn hefur gefið þjóðun-
um. það er ekki lítið fagnaðarefni að geta bent á þá ó-