Aldamót - 01.01.1898, Page 40
40
kristnum prédikunarstól, flutti náðarboSskapinn með svo
guSlegum hita, að neistar hrutu a£ orðum hans, og af svo
mikilli einurS, að hann talaði um þá Heródías, sem aftur
væri farin að dansa, meinandi með því enga aðra en hina
voldugu keisarafrú sjálfa? Kirkjan stendur þar að
sönnu enn þá. En þar er enginn Jóhannes, sem prédikar,
enginn kristinn söfnuður, sem hiðst þar fyrir. þessi
helgidómur drottins hefur ótal sinnum verið vanhelgað-
ur og saurgaður og fótum troðinn. Hann hefur um
margar aldir verið musteri Múhameðstrúarmanna, sem
gjört hafa þessa blómlegu borg, þessa aðra böfuðborg
kristninnar, að ræningjabæli,—að banvænni pestkveikju
fyrir siðferði þjóðanna og líf.
Og Rómaborg, horgin eilífa við Tíberfljótið, sem
allur heimurinn eitt sinn laut, ekki einungis á dögum
hinnar heiðnu fornaldar, þegar hún hélt allri jarðar-
kringlunni í járngreipum með legiónum hermanna sinna,
heldur miklu seinna, eftir að Gotar og Húnar og Van-
dalir höfðu traðkað á marmaranum hennar og brytjað
niður hinar hraustu r'ómversku legíónir. þá reis hún
aftur úr rústum og gjörðist höfuðborg heimsins í annað
sinn, — andleg höfuðborg. Og aldrei sýndist hún auð-
ugri og óttalegri en þegar hún hélt þrettán hundruð ára
afmæli kristindómsins og klerkarnir rökuðu gulli píla-
grímanna inn í fjárhirzlu hennar, án þess lengur að geta
komið nokkurri tölu á þau óskaplegu auðæfl. Á meðan
á því hátíðahaldi stóð kom pátinn, Bónifacíus áttundi,
einn daginn fram fyrir manngrúann, er sama i var kom-
inn í borginni, í fullum páfaskrúða með hina þreföldu
páfakrúnu á höfði og annan daginn í keisaraskikkju og
með keisarakrúnu, táknandi þannig, að alt mannlegt
fullveldi, hæði andlegt og veraldlegt, væri í höndum haris.
En þegar sami páönn þremur árum seinna var staddur í