Aldamót - 01.01.1898, Side 41
41
Anagni, var liann tekinn fastur að ráðum Filippusar
fríða og settur í fangelsi. Og um leið var Rómaborg
lostin þeim kinnhesti tyrir andlegar og veraldlegar
valdakröfur sínar, sem hnn hefur aldrei síðan náð sér
eftir.
Hugsið um þessa miklu höfuðborg heimsins nú, hve
hrum og hrörleg hún er orðin, hve máttur hennar er
þorrinn, hve lítil áhrif hún hefur nú á örlög þjóðanna,
hve aflvana hún og páfadómurinn er orðinn, þegar þau
leggja orð í belg. Valdið er í’unnið úr höndum hennar.
Hún er ekki nema skuggi hjá því, sein hún eitt sinn var.
Eða hugsið um Spán, sem nú er á hvers manns vör-
um. það var eitt sinn, að Spánarveldi lyfti höfðinu hátt
og bar ægishjálm yfir öllum þjóðum heimsins. Karl £5.
ætlaði sér að endurreisa hugmyndina um alheimskeisara-
dæmi. Konungavnir á Spáni voru kallaðir „katólskir'*
um fram aðra menn, sökum þess, hve páfanum þótti
þjóðin rétttrúuð í heild sinni. þess vegna náði líka
rannsóknarrétturinn — hin hryllilegasta stofnun, sem
nokkurntíma hefur komist á fót í kristninni — þar bezt-
um blóma. Gull og silfur streymdi inn í landið í ógur-
legutn dyngjum og jafnvel akkeri herskipanna voru
siníðuð úr silfri.
En þrátt fyrir alt þetta er veldi Spánverja þegar
fyrir löngu brotið á bak aftur, ekki af neinu útlendu
hervaldi, heldur einungis af þeirri spillingu, sem upp
kom íneðal þjóðarinnar sjálfrar. Nú sýnist hiö spúnska
veldi vera að falla um sjálft sig, einungis vegna þess, að
því hefur verið misbeitt til kúgunar og kvalar. það
hefur gjört hag þegnanna aumri, en ekki betri/öjört þá
vansælli og verri, sem það átti að vernda og bæta,