Aldamót - 01.01.1898, Page 43
4;J
gylling utan um þetta ormsmogna líf. Andlegum leiS-
togum hefur smámsaman orðiS sama um velferð og
sáluhjálp þjóðar sinnar. þeir hafa með henni sokkið
iiiður í hóglæti og munað og orðið tilfinuingarlausir fyrir
böli hennar og bágindum, sljóir og hugsunarlausir um
alt nema eigin hagsmuni. Hugsað einungis um að leggja
sem minst á sig og hafa sein minst fyrir lífínu. Breitt
svo yfir og afsakað hneykslin til að baka sér engin ó-
þægindi. Beðið þess svo rólegir, að dómsdagur kæmi og
sópaði burt öllum þessum ósannindum og táli.
það er ekkert unaðslegra umhugsunarefni til en
máttur kristindómsins til að frelsa frá spilling og eyði-
legging ein.s og hann hefur komið fram í lífi þjóðanna á
öllutn öldum hins kristna tímabils. En það er ekkert
raunalegra til en að liorfa á þennan mátt hörfandi til
baka aftur á vissum svæðum og vissum tímabilum og sjá
drottins blessandi ná^'arhönd dregna aftur. Atakanleg-
asti harmsöguleikurinn, sem til er eftir Sóýokles eða
Shakespeare, er í samanburði við það sama sem ekki
neitt. það er þó aldrei nema leikur, en þetta er hræði-
legasta alvara. Og það er óttalegast ef til vill vegna
þess, að þessir dómar drottins koma þegjandi. Ógæfan
er lengi í undirbúningi og aðsigi. þeir, sem opin augu
hafa, ættu að geta séð hana og umflúið dag reiðinnar.
En þeir loka oftast augum sínum, svo að sjáandi sjá þeir
ekki og lieyrandi heyra þeir ekki né skilja. Margfalt
átakanlegt líka vegna þess, að hér eru það heilar þjóðir,
sem hlut eiga að máli, og þúsundir manna, sem verða ó-
gæfunni að bráð.
Hvergi hefur þetta komið jafnaþreifanlega fram og
í sögu Gyðingaþjóðarinnar. Kærleikur drottins hefur
sýnt sig þar dýrðlegastan. En hið hegnandi réttlæti
drottins hefur líka komið þar óttalegast niður, af því