Aldamót - 01.01.1898, Page 44
44
hún tlrýgði sjálfsagt stærri synd gogn þeim kærleika en
nokkur önnur þjóð.
En það, sem ég er að leitast við að koma inn í huga
tilheyrenda minna í dag, og það, sem mig langar til að
skilja eftir í meðvitund þeirra, þegar ég hef talað mitt
síðasta orð, er þetta, að drottinn hafi í sögu hinna kristnu
þjóða látið hið satna koma fram við þær á ýmsum tíma-
bilum og hann lét koma fram við hina útvöldu þjóð sína,
Gyðingalýð. Hann útskúfaði henni, af því hún herti
hjarta sitt gegn hinni mildiríku frelsisráðstöfun haus.
Hið sama vofir yfir hverri kristinni þjóð, sem virðir vilja
hans vettugi. Hann dregur hlessun sína frá henni að
sama skapi og hún dregur hjarta sitt frá honum. Hann
hefur gjört það. Hann gjörir það í d>tg og hann gjörir
það á morgun.
það vofir yfir þjóð vorri á ytírstandandi tíð, ef hún
snýr sér ekki til hans og auðmýkir sig fyrir honum.
VI.
þegar vér litum kringum oss í heiminum á þessum
síðustu árum 19. aldarinnar, fáurn vér í sannleika rakið
leiðir drottins í ltfi þjóðanna nú eins og að undanförnu
og séð höndina hans, leiðandi sumar fram til sigurs, en
aðrar til ósigurs, launandi sumutn, en hegnandi öðrum,
alt eftir því, hvort hið góða hefur orðið ofan &■ í lífi þeirra
eða hið illa.
Rennið hugantim með mér til meginlandsins myrka,
Afríku, og hugsið með mér um afkomendur Hams, sem
forðum dró dár að föður sínum druknum og nöktum.
Hafa þeir ekki ráfað naktir öld fram af öld, — lifað
fremur lífi dýranna en mannanna og komist það hæst
að verða þrælar annarra? Lítur nú ekki út fyrir, að
landið þeirra verði frá þeim tekið af öðrum, sem betur