Aldamót - 01.01.1898, Síða 46
46
hafa átt í baráttunni fyrir tilveru sinni, heldur einnig
um hin stærstu og sterkustu, sem hvað bezt hafa staðið
að vígi. En sé hinum miklu mannfélögum liætta búin,
hve mjög mega þá smáþjóðirnar óttast fyrir framtíð
sinni, þar sem hin máttugu öfl eyðileggingarinnar eru
annarsvegar. Fái þau þar yfirhönd, vinna þau það eyði-
leggingarinnar verk á fáum árum, sem þeim veitir ekki
af mörgum öldum til, þar sem stórþjóðir eiga hlut að
máli. En um alla, bæði smáa og stóra, gildir þetta guð-
lega orð: Hver sem þykist standa, gæti að sér, að hann
ekki falli.
Mannlegar ástríður eru svo sterkar, að þær brjótast
út úr búri sínu eins og ijónið og tigrisdýrið og verða
öllu að bana, ef þær eru ekki tamdar og þeiin kennt að
beygja sig fyrir æðra og göfugra valdi.
'þegar ég nú hugsa um þetta, — hugsa um sögu
mannkynsins og það, sem vér höfum lært af reynslu
kynslóðanna, er á undan oss hafa lifað, íinn ég ekkert
afl, sem fært sé um að temja ljónið og tígrisdýrið í
manneðlinu, nema afl trúarinnar og kristindómsins.
Allir, sem á annað borð vilja sjá og skilja, ættu að mega
til með að viðurkenna þann sannleika, að enn þá hefur
ekkert afl birst í mannkynssögunni, er sé þess umkomið
að varðveita mannfélögin frá rotnun, nema trúin á
frelsara heimsins. Á meðan einhver þjóð varðveitir hana
í hjarta sínu, þannig að guðs hugsanir og guðs vilji sé
ofan á lífi liennar, sé í raun og veru sterkasta aflið í
þjóðlífinu, þótt önnur öfl kunni að hafa hærra um sig,
gengur alt vel. Andlegar og líkamlegar framfarir blómg-
ast; þrótturinn til margvíslegra og nytsamra fram-
kvæmda og fyrirtækja margfaldast; samtök og félags-
andi breiðist út; tiltrúin eflist; afburðamönnunum fjölgar:
dugandi leiðtogar koma fram; stjórnmálaflokkarnir fara