Aldamót - 01.01.1898, Page 47
47
aS skilja sjálf'a sig og skilja hver annan; föðurlandsástin
verður hrein og fölskvalaus í lijörtum heztu mannanna,
og sannar manndygðir verða almennari og almennari.
En eftir því, sem kristindóminum fer hnignandi
hjá einhverri þjóð, færast fleiri daufamörk yfir hana.
Henni hættir smámsaman aS fara fram. Roðinn fer úr
kinnum hennar ; lífið fer að verða eitthvað svo fölleitt.
Menn fara að verða óánægðir með alt, — óánægðir sein-
ast með sjálfa sig og eigin tilveru sína. þrótturinn til
framkvæmda bilar og fyrirtækin lenda í sífeldum fjár-
glæfraförum. Menn verða tregari og tregari til að bind-
ast samtökum. Félagslyndinu fer aftur. Tortrygnin
eflist eg útbreiðist; allir eru grunaðir um græsku.
Óaldarflokkar rísa upp, er spilla velferð þjóðarinnar æ
meir og meir. Afburðamönnunum fækkar. Enginn
dugandi leiðtogi kemur að síðustu fram, en þeim mun
fleiri óvandaðir þjóðmálaskúmar. þjóðin hættir að skilja
sjálfa sig; stjórnarbaráttan lendir í endalausu þrasi um
engan skapaðan hlut; flokkarnir verða að lokum fleiri
en hrepparnir, þangað til enginn að síðustu sér handa
sinna skil. Föðurlandsástin verður að römmustu sér-
plægni og breytist í óvild og hatur um leið og eigi er
unt að hafa fósturjörðina að féþúfu og trúnaðarstörf
hennar til fjárdrátta. Helgi dómstólanna raskast; rétti
liins saklausa hallað með svikum og falsi, þangað til rétt-
lætið flytur úr landi. Dygðirnar dvína smámsaman og
velferð þjóðarinnar er á förum.
Vilji einhver ganga úr skugga um þetta, þarf lmnn
ekki annað en virða fyrir sér ástandið í latnesku lönd-
unum eins og það er nú þann dag í dag og bera það sam-
an við ástandið í germönsku löndunum. í latnesku
löndunum finnur hann kristindóm í afturför og þjóðir í
afturför með öllum þeim einkennum, senj þept hefur