Aldamót - 01.01.1898, Side 48
48
veriS á. í gerinönsku löndunum finnur hann, þrátt fyrir
óteljandi galla, kristindóm í framför og þjóSir meS vax-
andi þroska. Hverjum manni meS óheilluSum huga ætti
viS slíkan samanburS aS geta orSið ljóst, hvílíka þýSing
þaS hefur fyrir þjóðirnar aS gjöra sáttmála við kristin-
dóminn og halda þann sáttmála vel.
Eg fæ ekki betur séð en að mannkynssagan öll sé
óslítandi og áframhaldandi sönnun þess, aS þannig leggi
drottinn leiðir stnar. þetta quo vadis mannkynssög-
unnar þurfum vér, nútíðarinnar íslendingar, að lesa,
þangaS til það gerigur oss til hjarta, þangað til vér verS-
um gagnteknir af ótta og skelfing út af ókomnum ör-
lögum vorrar eigin þjóðar og biðjum drottin aS veita
þeim inn í betri farveg. Fái kristindómurinn aS deyja
út hjá einhverri þjóð, getur svo fariS, aS henni verSi
hrundið út af taflborði lífsins og hið auða rúm verði af
öðrum skipað, Nú í nærri 30 ár eða heilan mannsaldur
hefur kristindómi þjóðar vorrar, sem engan veginn var
of blómlegur áður, fariS síhnignandi.
VII.
Hvernig leggur nú drottinn leiSir sínar í lífi þjóðar
vorrar á yfirstandandi tíð? Hún er aS vísu svo lítil og
fámenn, að það þarf hugrekki til að telja hana meðal
þjóðanna. En vér huggum oss við, að fyrir augliti drott-
ins er ekkert smátt og ekkert stórt. Hann hefur alt
annan mælikvarða en vér. Og vissir erum vér um það,
eins og þegar hefur verið bent á, að hann hefur virt oss
þess að hafa afskifti af þjóðlífi voru ekki síður en þeirra
þjóðanna, sem stærri eru.
Hann gaf oss kristindóminn í öndverSu ekki síður
en öSrum. Hann mundi eftir þessu fiskiveri út viðheims-
skaut eins og hann mundi eftir fiskimönnunum í Galí-