Aldamót - 01.01.1898, Page 49
49
leu. Ef kristindómurinn hefði ekki komið til Islands
um þaö leyti sem hann kom, mundi hið litla þjóðfélag á
skömmum tíma hafa liðið undirlok. því hinn heiðing-
legi hugsunarháttur ber í sér eyðilegging.aröfl svo sterk,
að þau hefðu orðið jafnfámennri þjóð að bana áður en
margar aldir hefðu runnið. þessi eyðileggingaröfl voru
í þann veginn að komast í algleyming um það leyti, sem
kristindómurinn að drottinlegri tilhlutun kom þjóð vorri
til frelsis. Óttinn fyrir því, að líf þjóðarinnar mundi á
skömmum tíma verða þessum eyðileggingaröflum að bráð,
kemur heiðnum manni til að bjóða kristindóminn vel-
kominn, af því hann af hyggindum sínum sá það fyrir,
að það eitt mundi frelsa ltf hinnar ungu þjóðar frá glöt-
un. Yér megum vera vissir um, að skynseinin hans
sagði honum satt. Ef fólkið í landinu hefði haldið áfram
að vera heiðið og hin heiðriu eyðileggingaröfl hefðu
hindrunarlaust fengið að vinna sitt blóðuga starf, hefði
þjóðin dáið út á tiltölulega skömmum tíma. þá hefðu
að líkindum engir íslendingar verið til þann dag í dag,
engin íslenzk tunga og engar íslenzkar bókmentir, hvorki
fornar né nýjar. Fólkið liefði borist á banaspjótum
þangað til bygðir landsins hefðu eyðst og hinar litlu
leifar brostið máttinn til að halda sér uppi í bar íttunni
fyrir tilverunni. Hin íslenzka þjóð er að líkindum allra
þjóða minst. En hvergi er hinn frelsandi máttur krist-
indómsins eins augljós og í lífi þessa smælingja meðal
þjóðanna. Tilvera hennar fram á þennan dag er eitt af
hinum dásamlegu kraftaværkum mannkynssögunnar.
En ekkert sögulegt afl skal geta hrósað sér af að hsfa
komið því kraftaverki til leiðar nema kristindómurinn
einn. Eftir því skulum vér allir muna.
Kristindómurinn kom og forðaði hinu litla þjóðlífi
frá þessari yfirvofandi hættu, — hreif það úr dauðans