Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 50
50
greipum. Hann kom í niðurlæging. Ivristnisaga ís-
lands leiðir oss ekki fyrir sjdnir neina volduga trúboðs-
hetju, er þrýst hafi innsigli anda síns á trúarlíf fólksins.
Alt er í fátækt. En kristindómurinn finnur leiðina til
hjartnanna samt. Hann breytir hugsunarhætti og lífi
fúlksins svo, að fullyrt hefur verið, að þjóð vor hafi ekki
verið lakar kristin við lok 11. aldarinnar, þegar liún um
eina öld hafði drukkið af Hndum fagnaðarboðskaparins,
en þær þjóðir, sem um margar aldir höfðu kristnar verið.
Ef til vill er það nú orðum aukið. En hvað um það.
Yér höfum komist svo langt. þegar kristindómurinn
hefur staðið með beztum blóma hjá oss, efast ég ekki um,
að hann hafi verið jafn-sannur og að af börnum þjóðar
vorrar hafi verið tiltölulega jafn-mörg guðs börn og hjá
nokkurri annarri þjóð.
Fyrir siðaskiftin var kristindómi þjóðar vorrar aftur
tekið að hnigna eins og hvervetna átti sér stað í hinum
kristna heimi um þær mundir. Samt sem áður dregur
eigi drottinn hönd sína að sér, heldur vekur fólkið upp
til nýs lífs. Hve illa mundi hafa farið fyrir þjóð vorvi,
ef lífsafi liinnar lútersku siðabótar hefði eigi tekið hana
í faðtn sér og látið hana fæðast á ný í kristilegu tilliti'
Hve mjög mundi fáfræði og hjátrú hafa orðið einkenni
vor þá og hve miklu lengra mundum vér hafa orðið aftur
úr en vér erum, ef sá kristindómur hefði á annað borð
getað haldið sér lifandi! En hvað um það, dauðinn vofði
þ\ aftur yfir Jijóðinni, sökum þess hve kristindómshug-
sjónir hennar voru orðnar ruglaðar og dauðar. En þá
lætur drottinn nýtt hvítasunnuveður blása yfir isinn.
Ljós trúarinnar lýsir með skærari birtu í hjörtum þjóð-
ar vorrar á hinum stærstu hörmungaárum hennar en
nokkru sinni áður. Hinn brákaði reyrinn er réttur við,
en ekki brotinn. Aldrei liefur máttur kristindómsins