Aldamót - 01.01.1898, Page 54
54
aíS stríða prestinum á því aS koma óþarilega oft. þaS
verður að einskonar þegjandi og sjálfkrafa samkomu-
lagi, að óþarfi sé að ómaka sig nema sem allra sjaldnast
til kirkju. Og með þessu móti geta guðsþjónusturnar
þvínær algjörlega lagst niður á skömmum tíma.
það gjöiir allan muninn, hvernig 'nugsunarháttur
prestsins er í þessu efni. Ef hann verður feginn, — þótt
ekki sé nema hálf-feginn, í hvert skifti, er messufall
verður hjá honum og hann kemst hjá að fara upp í pré-
dikunarstólinn og flytja guðs orð, líður ekki á löngu
áður en þau fara að vcrða nógu mörg. En ef presturinn
álítur allan árangur stöðu sinnar undir því kominn, að
honum takist að safna fólki saman í guðs hús á ókveðn-
um guðsþjónustutímum, setur hann sér fyrir að láta
ekki verða messufall nema í síðustu lög. Hann gjörir.
þá alt, sem í hans valdi stendur, til að koma í veg fyrir
það, lætur aldrei tvo eða þrjá fara svobúna, reynir af
alefli að prédika með eins miklu fjöri og kærleika og
viðkvæmni fyrir hinum fáu og hitium mörgu, biður
drottin seint og snemma að kalla söfnuðinn saman og
opna hjörtun fyrir orðinu,— sýnir með allri framkomu
sinni, að honum er ant um að prédika guðs orð ein3
vel og hann hefur af drotni þegið hæfileika til. I
langflestum tilfellum verður söfnuðurinn var við þennan
áhuga prestsins og það verða ætíð einhverjir, sem
meta hann að verðleikum.
Ef það er nokkuð, sem komast þarf inn í huga
vorn, íslenzku prestanna, þá er það þetta : Löngun til
að ílytja guðs orð fyrir söfnuðunum af öllum þeim
mætti, sem guð vill gefa oss. Sá maður, sem ekki hefur
yndi og unun af að tala guðs orð, ætti hreint ekki að
vera prestur. Hann á ekkert erindi upp í prédikunar-
stól, hvort heldur er 6 sinnum eða 60 sinnum á ári.