Aldamót - 01.01.1898, Side 56
56
þeir þyrftu ekki að legwja það á sig að semja nýjar.
þegar gamall prestur hefur falliS frá, sem átt hefur
nokkurra ára forða, hafa nærri því orðið áflog um ræð-
urnar meðal stéttarbræðranna. Og þegar sonurinn hefur
erft álitlegan ræðubunka eftir föður sinn og ef til vill
afa, hefurýiann verið álitinn inakalaust öskabarn ham-
ingjunnar. það hefur verið rýnt niður í eldgamlar
skræður úr dökkleitum grána og kolmórauðu bleki, svo
þétt skrifaöar, að orðið hefur að halda þeim fast upp að
augunum, á prédikunarstólnuin, og lesturinn samt sem
áður gengið nauða-illa. Og þessa skrípamynd hafa menn
verið svo djarfir að kalla prédikun ! Er ekki óskaplegt
til þess að hugsa ? Eg veit vel, að frá þessu hafa stöð-
ugt verið margar heiðarlegar undantekningar. En þessi
syndsamlegi prédikunarmáti hefur verið nógu almennur
til að varpa svörtum skugga á íslenzku prestastéttina.
Saklausir hafa orðið að líða fyrir hina seku. 0g þjóð
vor hefur farið að láta sér leiðast allar prédikanir. Er
það ekki vorkunn, þótt söfnuðina hætti að langa að koma
til kirkju, þegar svona er farið að. þegar um þetta er
hugsað, getur manni sannarlega fundist það furða,, að
Islendingar skuli ekki steinhættir að rækja helgar tíðir
fyrir lifandi löngu. Svo dauð hefur prédikunin og
guðsþiónustan verið á mefal vor um langan tíma.
Vel kristin þjóð er um leið kirkjurækin þjóð. Vér
Islendingar erum á leið til að hætta að rækja helgar
tíðir. — Vel kristin þjóð á prestastétt, sem lætur það
vera sitt fyrsta og helzta áhugamál að kenna fólkinu að
dýrka guð sinn opinberlega á hverjum helgum degi.
Vér Islendingar eigum heilan hóp af prestum, sem
dýrka guð með því að láta verða messuföll. — Vel
kristin þjóð á prestastétt, sem hún ber lotning fyrir og
elskar. Vér íslenzkir prestar erum orðnir að athlægi