Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 57
57
og komnir í fyrirlitning. — Vel kristin þjóð á presta-
stétt, sem skipuð er brennandi áhugamönnum, trúuðum
mælskumönnum, bænræknum fyiirmyndarmönnum. Vér
íslenzkir prestar erum kaldir, áhugalausir, lítt trúaðir,
illa læsir, aumlega máli farnir, latir að biðja, öðrum til
ásteytingar.
Er það ekki von, að vor aumingja íslenzka þjóð sé
orðin illa kristin þjóð ? Vér, prestarnir hennar, erum
svo óheyrilega illa kristnir. Guð komi til'
En þarf það að vera svona ? Er ekki hægt að biðja
guö að segja : Hingað og ekki lengra. Látum hvern
mann, sem á eitt mustarðskorn af trú í eigusinni, standa
upp og segja: Hér er ég. Gjör mig að verkfæri í hendi
þinni, drottinn, svo að illa kristin þjóð, sem ég elska eins
og lífið í brjóstinu á mér, megi á sínum tíma verða vel
kristin þjóð og njóta þeirrar blessunar, sem því fylgir !
2. í sambandi við þverraneii kirkjurækni stendur
sú afturför, sem svo átakanlega er að koma í ljós, að
því, er naatn kvöldmáltíðarinnar snertir. það er ekki
að húast við, að þeir gangi til altaris, sem sjaldan eða
aldrei koma til kirkju. Samkvæmt skýrslum, sem
birtar hafa verið yfir þriggja ára tímabilið 1889—91,
höfðu að meðaltali 37.3 verið til altaris af hverjum
hundrað fermdum safnaðarlimum, 1892—94 aðeins 30
af hverju hundraði, en árið 1896 einungis 22 af hverju
hundraði. l£f þessi hnignun skyldi halda áfram að sama
hlutfalli í næstu 6 ár, yrðu nálega allir hættir að ganga
til drottins borðs á fósturjörð vorri að þeitn tíma liðn-
utn. Árið 1896 var líka alls „enginn maður til altaris í
12—tólf— prestaköllum á íslandi“ og í 5 prestaköllum
frá einum til fimm, — 17 prestaköll alls, ekki 17 sókn-
ir, heldur 17 prestaköll. Sjálfir prestarnir eru hættir og
fermingarbörnin hætt. það lítur alt annað en glæsilega