Aldamót - 01.01.1898, Side 58
58
tit fyrir kristindómiuum meöal þjóðar vorrar. Mjög er
það samt lofsvert, að farið er að birta skýrslur um þetta.
það má vissulega ekki liggja í þagnargildi. En aumt
er að hugsa um þær ástæður, sem fram eru færðar, og
hvað eftir annað teknar til greina þessu til afsökunar.
Sumum þykir það vottur um meira kristilegt líf, að fólk
sé nú að hætta að ganga til altaris. það skilji þá svo
vel, hvílíkur ábyrgðarhluti það sé. það er líklega mÍDst-
ur ábyrgðarhluti eftir þv’í að kasta öllu frá sér og hverfa
aftur til fullkominnar heiðni !
Enginn misskilji mig nú svo, að ég sé einungis að
tala um ástandið á íslandi eins og það er nú. Eg er ein-
mitt fyrst og fremst að hugsa um kirkjufélagið vort hér
fyrir vestan. Ég skammast mín svo oft, þegar verið er
að hrósa því. Fyrst og fremst hugsa ég um hina mörgu
af hingað fiuttum íslendingutn, sem algjörlega hafa tap-
ast í kirkjulegu tilliti. Eg tel víst, að það séu að ininsta
kosti tveir þriðju hlutar allra þeirra, sem hingað eru
komnir. Flest af því fólki hefur lent í dreifingu svo
mikilli, að ómögulegt hefði verið að halda því saman í
kirkjulegu tilliti, hvernig sem farið hefði verið að. það
var að því leyti óumfiýjanlegt, að það tapaðist úr kirkj-
unni íslenzku. En ef það hefði átt ofurlítið meiri krist-
indóm í hjarta sínu, hefði það gengið inn í kristna söfn-
uði hérlenda á þeim stöðum, er það tók sér bólfestu inn-
an um annað kristið fólk, og það víða lóterskrar trúar.
Sárast er að vita til þess, að þeir eru svo sem engir, sem
það hafa gjört. þeir teljast því ekki lengur með í hópi
kristinna manna, heldur fyrir utan þann hóp. Svo eru
þeir, sem búa innan um söfnuði vora og brent hafa skip
sín í trúarlegu tilliti og eru andvígir kirkjunni og krist-
indóminum á allar lundir.
En í kirkjufélaginu er ástaudið langt frá því, sem