Aldamót - 01.01.1898, Side 59
það ætti að vera. Kirkjuræknin er ekki nærri því eíuá
mikil ogc hún ætti að vera. Altarisg;estirnir ekki nærri
því eins margir. I lútersku kirkjunni ætti tala altaris-
gestanna að vera jöfn tölu fermdra. það er ekki til
rnikils ætlast, þótt það væri álitin sjálfsögð skylda hvers
fermds safnaðarlims að ganga til altaris að minsta kosti
einu sinni á ári. Og það þarf að vera sú hugsjón, sem
fyrir hverjum kristnum söfnuði vakir og hverju kirkju-
félagi. Altarisgöngum ætti að smáfjölga hjá oss áhverju
ári og þessar tvær tölur að færast miklu nær hvor annarri
en nú á sér stað. En sú framför hefur verið miklu
minni en hún hefði átt að vera. Litum oss minnast
þess um leið og vér gleðjumst yíir þeirri vaxandi viður-
kenning, sem kirkjufélagið fær og sú stefna, sem það
hefur haldið fram. Vér erum svo óumtæðilega skamt
á ieið komnir, að þeir söfnuðirnir, sem lengst eru komnir
áleið í kirkjufélaginu, standa að ýmsu leytienn þá heztu
söfnuðunum í íslenzku þjóðkirkiunni töluvert á bnki.
Altarisgöngurnar eru ekki í neinum söfnuði kirkjufé-
lagsins eins almennar og þar sem bezt er á íslandi.
Vel kristin þjóð leggur hina mestu rækt við náðar-
meöul drottins. Tala þeirra, er drottinlegrar kvöldmál-
tíðar neyta, fer með ári hverju sívaxandi. Vér íslend-
ingar virðum náðarmeðul drottins æ meira og meira
vettugi. Tala þeirra, er til guðs borðs ganga, fer nteð
hverju ári stórkostlega minnkandi.
3. Mjög tnargir munu hafa veitt ] ví eftirtekt, hversu
kirkjunum á Islandi fer stöðugt fækkandi. Hvað eftir
annað koma fregnir um, að sú eða sú kirkjan eigi að
leggjast niður og tvær sóknir sameinast. það sýnist vera
tízka nú að leggja kirkjur niður, að fækka guðshúsun-
um í landinu. Og ekki nóg með að kirkjur og sóknir
séu sameinaðar, svo þar verði aðeins ein sem áður hafa