Aldamót - 01.01.1898, Side 60
veriS tvær, heldur eru heil prestaköll saiueinuS, svo þar
verSur einungis eitt, sem áður hafa tvö verið. Hvað
lengi menn hugsa sér að halda þessu áfram, veit ég ekki.
En þegar sú stefna hefur eitt sinn verið tekin, er ekki
gott að vita, hvar verður numið staðar. A sumum svæð-
um landsins er þannig prestsþjónustan orðin margfalt
minni nú en hún hefur áður verið.
-v í öðrnm kristnum löndum er stöðugt verið að fjölga
kirkjum, prestum og prestaköllum. Kirkjan er þar stöð-
ugt að færa verksvið sitt út, láta guðs orð og náðarmeðul-
in koma fólkinu nær, koma í veg fyrir örðugleikana,
sem á því eru fyrir þá, sem lakast eru settir, að færa sér
hvorttveggja í nyt.
Yel kristin þjóð lætur guðshúsin fjölga, svo náðar-
meðnl drottins verði þeim mun fleiri að notum. Vér ís-
lendingar látum kirkjunum fækka, svo guðs orð og
sakramentin nái til æ færri og færri.
4. það er nú orðið býsna alment viðurkent, hvernig
skólunum íslenzku líður í kristilegu tilliti. Vér eigum
einn einasta kristilegan skóla, — prestaskólann. það er
alment viðurkent, að hinar aðrar mentastofnanir séu í
kristilegu tilliti þannig, að langtiestir þeirra, sem koma
þangað með kristindóm í hjarta sínu, fari þaðan kristin-
dómslausir menn. Samt er víst að einhverju leyti kend-
ur kristindómur á öllura þessum skólum. En árangur-
inn hefur nú hingað til orðið þessi. Sú mentun, sem vér
íslendingar höfum eignazt, er því kristindómslaus ment-
un. Skólarnir, hinar almennu mentastofnanir, eru ekki
> vermireitir fyrir kristindóminn meðal þjóðarinnar, held-
ur fyrir vantrúna.
Hjá öðrum kristnum þjóðum er á allar lundir leit-
ast við að koma í veg fyrir þetta. A ríkisháskólunum
hér í Ameríku, sem látnir eru afskiftalausir í kristilegu