Aldamót - 01.01.1898, Page 61
tilliti af stjórnarinnar hálfu, er sóð svo uni, að nemend-
urnir veröi dagsdaglega fyrir eins sterkum kristilegum
ahrifum og á bezta heimili. Hér kemur öllum kirkju-
deildum saman urn, aS þaS væri hiS óttalegasta óhapp,
sem fyrir þjóSina gæti komiS, ef ungir námsmenn segðu
skiliS við kristindóminn á námsárum sinum og þá um
leiS í langflestutn tilfellum fyrir alla ævi. En þaS lítur
ekki át fyrir, að vér fslendingar óttumst þetta neitt.
Vér vitum af því, höfum lengi vitaS af þvi. En hvaS
gjörum vér til aS afstýra því ? þaS er eins og annað
opið sár, sem vér látum blæða úr ár frá ári, en hirðum
ekki að binda um.
Vel kristin þjóð viðurkennir, að sönn mentun og
sannur kristindómur verði að haldast í hendur og fylgj-
ast aS. Án kristindómsins verði mentunin bæði ósönn og
óholl. Hún leitast því við að gefa sonum sínum og
dætrum sannan kristindóm um leið og hún gefur þeim
sanna mentun. En um þetta hirðum vér íslendingar
ekkert, — álitum miklu framar, að þeim mun fjarlægari
sem mentunin sé kristindóminum, þeim mun sannari
só bún.
5. Afleiðingin af áhrifunum, sem skólarnir hafa haft
á hjörtu nemendanna í kristilegu tilliti er sú, að nærri
því allir mentaðir íslendingar eru trúlausir menn, aS
prestunum undanskildum. AuðvitaS eru frá þessu
nokkrar undantekningar, sem allar sýna, hvílíkur
ómetanlegur ávinningur það væri fyrir þjóðlífið, ef þetta
væri á annan veg. En allir vita, hve sárgrætilega fáar
þessar undantekningar eru. þær eru eins og grasblettir
í eyðimörk. Skólunum fjölgar. Hinn mentaði flokkur
þjóðar vorrar verður stærri og stærri. En um leið verð-
ur kristindómsleysi hennar meira og meira.
Aðrar kri.stnar þjóðir telja það sem sitt mesta tóu aS