Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 63
(i-'I
inn og pólitiski forsprakkinn og rithötundurinn og
skáldið og mentaða fyrirfólkið er á móti og hefur öfuga
lífsskoðun, jafnvel þótt presturiun liggi ekki á liði sínu.
Hann er í stórkostlegri ai'turför hjá hverri þeirri þjóð,
þar sem mentaðir leikmenn hafa snúið við honum
bakinu.
Vel kristin þjóð á íjölda af sínum bezt mentuðu
börnum í öllum lífsstöðum, en einkum í trúnaðarstöðum
mannfélagsins, sem teljast í hópi sannkristinna manna
og játa það bæði með orðum og eftirdæmi; í því er ein
hin stærsta þjóðarvelferð fólgin. — Vér íslendingar eig-
um því miður ekki því iáni að fagna. Vér eigum hlut-
fallslega tieiri veraldlega embættismenn en nokkur önn-
ur þjóð í heimi. En það er opinbert leyndarmál, að lifs-
skoðun alls þorrans er kristindóminum gagnstæð.
6. þau trúarbrögð, sem kend eru við frelsara heims-
ins, eru umfram alt líknarinnar trúarbrögð. þau kenna
einstaklingum og þjóðum að inna af hendi þá líknar-
skyldu, sem hann lagði öllum lærisveinura sínum á
herðar. Hún er í því t'ólgin, að ganga ekki framhjá
hinum mótlætta manni, sem liggur í sárum sínum við
veginn, eins og hann komi manni ekkert við, heldur
setja hann upp á sinn eigin eyk og láta sér hugarhaldið
um hann. Hver þjóð á stóran hóp af mótlættum mönn-
um, munaðarlausum börnum, ósjálfbjarga gamalmennum,
fólki, sem líður af ólæknandi sjúkdómum, vitskertum
mönnum, eða öðrum, sem fæðst hafa í heiminn fatlaðir á
einhvern hátt. Handa slíku bágstöddu fólki liafa
kristnar þjóðir komið upp margvíslegum líknarstofnun-
um, langoftast með almennum frjálsum fjárframlögum,
svo að hver, sem eitthvað lætur af hendi rakna, gjörir
það í líknarinnar nafni og ber líknarinnar laun úr být-
um. Ómetanleg er sú blessun, sem þannig streymir