Aldamót - 01.01.1898, Side 64
64
iun í líf þjóöanna. Hann, sem ekki lætur einn svala-
drykk ólaunaðan, man þegar eitthvað er gjört fyrir
smælingjana hans. þjóð vor hefur ekki tekið nærri sór
til að koma slíkum líknarstofnunum á fót. Kirkjan ís-
lenzka á nú vitanlega enga líknarstofnun, sem hún sjálf
hafi komið upp, — hvorki austan hafs nó vestan. Hún
ber við fátæktinni. En ég er hræddur um, að hún sé
svo fátæk sökum þess, að hún hefur lokað hjarta sínu
fyrir þessum líknarþurfum, sem drottinn fékk lienni til
að annast og auðsýna miskunn. það er ekki neinum af
oss að þakka, þótt útlendingar koinist við af holdsveik-
ishættunni, sem vofir yfir heilli þjóð, af því hún líknaði
ekki sínum holdsveiku aumingium. það er ekki oss að
þakka, þótt kristindómurinn kenni þeim að gefa útlendri
þjóð holdsveikra spítala eða leggja fram fé til sjúkra-
húsa. Góðverkin þeirra eru ekki vorum kristindómi að
þakka. JBlessunin, sem streymir inn í líf þeirra fyrir
þessi góðverk, verður líka margföld við þá blessun, sem
vér hijótum. Sú þjóð, sem hefur alið þá, nýtur þeirra í
marga liði. En sú þjóð, sem oss hefur alið, geldur vor,
af því vér kunnum ekki að líkna. Fátæktin er tóm við-
bára. Vér höfum efni á að sóa hundruðum þúsunda
fyrir áfenga drykki. En vér erum of fátækir til að
líkna, af því oss vantar hjartalagið eins og prestinn og
levítann.
Vel kristin þjóð kemur upp mörgum líknarstofnun-
um handa bágstöddum aumingjum og einstaklingarnir
eru stöðugt að halda þeim við með frjálsum fjárframlög-
um sjálfum sér og þjóðlífinu til ómetanlegrar blessunar.
Vér Islendingar eigum nú ekki neina slíka líknarstofn-
un, er vór höfum sjáltir komið á fót, nema — hreppinn.
7. Eitt af því, sem heldur kirkjulífinu betur vak-
audi en flest annað meðal kristinna þjóða, er kristniboð-