Aldamót - 01.01.1898, Síða 65
ið. það er tvennskonar: kristniboð, sem rekið er í heið-
ingjalöndunum, og kristniboð, sem þjóðirnar reka innan
eigin takmarka á þeim svæðum þjóðlífsins, er þess virð-
ist mest þörf. Hvorttveggja heldur þjóðunum vakandi
í kristilegu tilliti. Meðan þær reka kristniboð geta þær
aldrei gjört sig ánægða með ástandið eins og það er,
aldrei lagt árar í bát í kristilegu tilliti, aldrei hætt að
leggja fram fé til útbreiðslu guðs ríkis. Kristniboðið,
bæði inn á við og út á við, er kirkjunnar vakandi sam-
vizka. Hver kristin þjóð verður að vera kristniboðs-
þjóð. Hún verður að álíta það sitt stærsta og fegursta
hlutverk að breiða guðs ríki út. Hvert kristið heimili
er um leið góðgjörðaheimili. það er ekki svo fátækt,
að það gjöri ekki einhverjum gott, miðli eigi einhverjum
enn fátækari af efnum sínum. þau ganga ekki til þurð-
ar fyrir það. Sá, sem gefur fátækum, lánar drotni. Og
það er gott að setja fé sitt á vöxtu hjá honum. Hann
borgar hærri vexti en nokkur annar. Hver söfnuður
þarf á sama hátt að miðla einhverjum öðrum söfnuði
nokkru af efnum sínum. það er kristileg skylda hans
að vera góðgjörðasamur í garð einhvers annars safnaðar,
sem verr stendur að vígi í kirkjulegum efnum. Og það
er skylda hverrar kristinnar þjóðar, að hjálpa einhverri
annarri þjóð, sem minna hefur af kristindómi. Eftir
þessari kristniboðsskyldu bæði inn á við og út á við eru
nú þjóðirnar betur og betur að muna. þær greiða stór-
fé ár hvert til þess að reka slíkt kristniboð. Enginn
lætur sér þá heimsku í hug koma, að þær séu fátækari
fyrir það. þær verða þvert á móti margfalt auðugri.
Vér verðum ekki fátækari fyrir það, sem vér gefum, ef
hugarfarið er rétt. En vér verðum fátækir, af því vér
látum vera að gefa. öll fjárútlát í þarfir guðsríkis vevða
gefendunum til margfaldrar auðlegðar. Og svo er annað.