Aldamót - 01.01.1898, Síða 67
C7
VIII.
Með þessa sjöföldu rökstuðning í huga spyr ég nú
aftur: Quo vadis? Erum vér á lífsins eða dauðans
leið ? Væri ég ekki svívirðilogur hræsnari, ef ég færi
að neita því, að vér íslendingar værum fremur ilia krist-
in þjóð ? Vitaskuld, engin þjóð er sannarlega vel krist-
in í orðsins stiangasta skilningi. Engin þjóð hefur enn
náð takmarkinu, það er langt frá því. En á ófullkomnu
máli mannanna tölum vér um vel kristna eða illa
kristna þjóð eftir því, hvar hún er á leiðinni, hvort
heldur framarlega eða aftarlega. Vér fslendingar erum
nú á yfirstandandi tíð að fjarlægjast takmarkið.
Kristindómur þjóðar vorrar er í afturför. það er ekki
til neins að neita því. Og honum þarf ekki annað en
fara aftur nógu lengi til þess hann deyi út. það mundi
Heira deyja út með honum. Með honum mundi vor
íslenzka þjóð missa lífið sjálft. það yrðu örlög vor nú.
sem sjálfsagt hefðu orðið örlög vor í íornöld, ef kristin-
dómurinn hefði ekki orðið oss til lífs. Sundrungar- og
eyðileggingaröflin, sem heiðninni eru samfara, mundu
smámsaman ráða íslenzku þjóðlífi bana. þessi öfi eru
vissulega orðin nógu öflug og afkastamikil meðal vor til
þess að þeim sé veitt eftirtekt.
Hugsið um hina pólitisku baráttu þjóðar vorrar.
Stjórnarbót hefur nú um langan aldur verið eina um-
hugsunarefnið, eina opinbera umræðuefnið,—stjórnarbót,
eilíf, endalaus stjórnarbót. Alt, sem til hefur verið af
gáfum og gjörvileik meðal vor, hefur þyrpst utan um
þessa einu hugmynd. Hún á að vera sá töfrasproti,
sem öllu má til leiðar koma, — sá Aladdíns lampi, sern
ekki þarf nema að núa, til að fá allar óskir sínar upp-
fyltar. Ekki ætti skilningur þjóðarinnar að vera jafn-