Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 70
/0
brjófca sundurlausu stafina viS hné sér daglega. Og þd
eru sfcafirnir svo fáir og knippið svo lítið, þó það fengi
að vera heilt. Ef þetta fær að halda áfram, eigum vér
bráðum ekkert knippi, heldur hrúgu af brotnum sfcöf-
um, sem kveikt verður í og látin brenna.
Ætlunarverk íslenzku kirkjunnar er nú það, að
tengja saman aftur eins marga af hinum lausu stöfum
þjóðlífs vors og unt er, áður en þeir verða brotnir. það
er hún, sem á að sjá um, að knippið sé vel bundið.
Og vér látum það vera mjög fjarri oss að hugsa, að
það geti ekki tekizt. Á bak við það, sem ég nú hefi ver-
ið að segja, stendur ekki neitt svartsýni eða nokkur ör-
vænting, heldur þvert á móti hið mesta bjartsýni og
hin öttugasta von. Eg er eigi svo bölblindur maður, að
ég eigi viti, að bjart og fagurt veður getur orðið að
morgni, þótt útlifcið sé ískyggilegfc í dag. Kg liefi talið
upp hin dimrnu teikn, sem ég sé á lofti, s\To vér allir
mættum sjá þau og sannfærast um þau. Dimm teikn
fyrir framan oss hafa oft orðið til þess, að heitar bænir
hafa stigið upp að hásæti hins almáttuga kærleika um
breyting á slíkum teiknum til hins betra. Og hann hef-
ur heyrt þær bænir og notað mennina sjálfa til að breyta
dimmum og ægilegum teiknum í önnur björt og blessuð.
Eg endurtek það, sem ég sagði áður. Látum hvern
mann á meðal vor, sem á eitfc mustarðskorn af trú í eigu
sinni, — íslenzka presta og íslenzka leikmenn, — biðja
ogsegja: Gjör mig að verkíæri í hendi þinni, drotfcinn,
svo að illa kristin þjóð, sem ég elska eins og lífið í brjóst-
inu á mér, megi á sínum tíma verða vel kristin þjóð og
njófca þeirrar blessunar, sem því fylgir !
IX.
Eitfc þurfum vér að vftrast eins og heitan eldinn, en